Tenglar

25. ágúst 2020 | Sveinn Ragnarsson

Tré ársins í Skógum við Þorskafjörð

Myndin er af lerkikvæminu Hrymur sem sett var niður 2015.
Myndin er af lerkikvæminu Hrymur sem sett var niður 2015.

Formaður Skógræktarfélags Íslands, Brynjólfur Jónsson, lét vita að félagið hefur tilnefnt tré ársins.

Svo ánægjulega vill til að tréð er að Skógum í Þorskafirði. Það verður kynnt við hátíðlega en látlausa athöfn n.k. laugardag þann 29. ágúst kl. 14:00.

 

Takið nú stund frá berjatínslu og öðrum bústörfum og gleðjist yfir þeim heiðri sem sveitarfélaginu hlotnast. Vel má vera að eldri félagar í  skógræktarfélaginu Björk hafi tengst því að útvega plöntur og verið með í gróðursetningum á þessu svæði þegar samstarf félaganna var öflugt.

 

Stjórn Skógræktarfélags Íslands mætir og allir eru velkomnir, einkum félagar Bjarkar. 

 

Athugasemdir

María, laugardagur 29 gst kl: 10:02

Tækifæri gefst til að sjá afrakstur skógræktar frá 1952. Mismunandi tegundir, skoða undirgróður og fá fræðslu á léttri göngu um skóginn. Kannski má finna líka sveppi á svæðinu. Fjölmennum!

Maria, laugardagur 29 gst kl: 11:54

Mæting innst í Þorskafirði við elsta hluta skógarins.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31