25. ágúst 2020 | Sveinn Ragnarsson
Tré ársins í Skógum við Þorskafjörð
Formaður Skógræktarfélags Íslands, Brynjólfur Jónsson, lét vita að félagið hefur tilnefnt tré ársins.
Svo ánægjulega vill til að tréð er að Skógum í Þorskafirði. Það verður kynnt við hátíðlega en látlausa athöfn n.k. laugardag þann 29. ágúst kl. 14:00.
Takið nú stund frá berjatínslu og öðrum bústörfum og gleðjist yfir þeim heiðri sem sveitarfélaginu hlotnast. Vel má vera að eldri félagar í skógræktarfélaginu Björk hafi tengst því að útvega plöntur og verið með í gróðursetningum á þessu svæði þegar samstarf félaganna var öflugt.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands mætir og allir eru velkomnir, einkum félagar Bjarkar.
María, laugardagur 29 gst kl: 10:02
Tækifæri gefst til að sjá afrakstur skógræktar frá 1952. Mismunandi tegundir, skoða undirgróður og fá fræðslu á léttri göngu um skóginn. Kannski má finna líka sveppi á svæðinu. Fjölmennum!