Tenglar

28. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Treysta sér ekki til að feta í spor Andreu

Sandra Rún og Áslaug við fyrsta pakka kjörtímabilsins og innihald hans.
Sandra Rún og Áslaug við fyrsta pakka kjörtímabilsins og innihald hans.
1 af 2

Í sumar ákvað nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps að halda í þann góða sið Andreu Björnsdóttur fyrrverandi oddvita, að færa nýfæddum íbúum Reykhólahrepps og foreldrum þeirra sængurgjöf. Andrea var svo rausnarleg að hún prjónaði á eigin kostnað ungbarnapeysu, húfu og sokka á öll börn sem fæddust í hreppnum síðasta hálft annað árið í hennar stjórnartíð. Nýja sveitarstjórnin sem tók við í vor treysti sér alls ekki til að feta í fótspor Andreu, en ákvað að gera eitthvað annað í staðinn.

 

Niðurstaðan varð „startpakki“ sem nýbakaðir foreldrar fá í hendur þegar nýr íbúi lítur dagsins ljós. Startpakkinn er að finnskri fyrirmynd, en þar í landi hefur sá siður tíðkast um áratugaskeið að færa nýfæddum finnskum börnum og foreldrum þeirra pakka með ýmsum nauðsynjavörum og fatnaði á ungbörn.

 

Sveitarstjórnarkonurnar Sandra Rún Björnsdóttir og Áslaug B. Guttormsdóttir höfðu veg og vanda af því að setja startpakkann saman og kaupa í hann varninginn. Í startpakka Reykhólahrepps má m.a. finna ungbarnaföt, baðhandklæði og þvottastykki ásamt nauðsynlegum sortum af ungbarnakremi. Þær Sandra og Áslaug keyptu fatnaðinn í Glasgow í kvenfélagsferðinni góðu snemma í þessum mánuði og gerðu þar reyfarakaup. Annað var keypt hérlendis.

 

Núna hefur fyrsta barn þessa kjörtímabils litið dagsins ljós, en þeim Ágústi Má Gröndal, sveitarstjórnarmanni og skrifstofustjóra Reykhólahrepps, og Sigrúnu Kristjánsdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar Reykhólaskóla, fæddist stúlka fyrr í þessari viku (myndir væntanlegar hér á vefinn í kvöld eða á morgun). Sveitarstjórnin vill nota tækifærið og óska þeim hjónum og fjölskyldunni allri til hamingju með litlu stúlkuna. Startpakkinn er gjöf frá öllum íbúum sveitarfélagsins og okkar leið til að samgleðjast þegar nýtt líf lítur dagsins ljós.

 

Innihald startpakkans má betur sjá á mynd nr. 2.

 

Sjá einnig:

11.06.2014 Skemmtilegur og trúlega einstæður viðburður

 

Athugasemdir

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, fstudagur 28 nvember kl: 14:26

ánægð með ykkur :)

Hugrún Einarasdóttir, fstudagur 28 nvember kl: 15:30

Ánægð með ykkur .. flottur pakki ;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31