6. mars 2011 |
Trúnaðarmaður fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum
Vesturland og Vestfirðir munu hafa sameiginlegan trúnaðarmann samkvæmt nýrri reglugerð um skipun trúnaðarmanna fatlaðs fólks. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu. Samkvæmt reglugerðinni geta allir fatlaðir leitað til trúnaðarmanns með hvað eina sem varðar réttindi þeirra, fjármuni eða önnur persónuleg mál.
Trúnaðarmaður skal veita fötluðum stuðning og aðstoða þá við að leita réttar síns eftir því sem þörf krefur. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðrar manneskju geti tilkynnt það trúnaðarmanni, auk þess sem trúnaðarmaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Trúnaðarmaður skal standa fyrir fræðslu fyrir fatlaða og þá sem starfa með þeim.
Sjá nánar:
Velferðarráðuneytið - Ný reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks