Tenglar

13. mars 2016 |

Túnin á bæjum í Austur-Barðastrandarsýslu

Túnið á Reykhólum árið 1920.
Túnið á Reykhólum árið 1920.

Íslensk túnakort 1916-1929 eru meðal þeirra gagna sem voru í liðinni viku samþykkt inn á landsskrá Íslands um Minni heimsins. Hin eru kvikfjártalið frá 1703, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í handriti hans sjálfs og Konungsbók Eddukvæða.

 

Kortin úr hreppunum fimm sem þá mynduðu Austur-Barðastrandarsýslu (núverandi Reykhólahreppi) eru öll frá 1920. Hér fylgir eitt sýnishorn: Túnið á Reykhólum. Fram kemur stærð túns í hekturum, stærð kálgarðs í fermetrum og hversu stór hluti túnsins hefur verið sléttaður.

 

Minni heimsins er varðveisluskrá Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir skráðan menningararf, eins og kallað er, svo sem ritheimildir. Á þessu sviði eiga Íslendingar fjölbreyttar heimildir, eins og sjá má af því að Íslendingar eiga fyrir tvær skráningar á heimslistanum, handritasafn Árna Magnússonar, sem er varðveitt í Kaupmannahöfn og Reykjavík og þar var skráð árið 2009, og Manntalið frá 1703, sem þar var skráð árið 2013.

 

Til að skoða túnakortin í Austur-Barðastrandarsýslu frá 1920 má smella hér. Næst er smellt á E - TÚNAKORT vinstra megin. Þá birtist þar listi með hreppunum fimm efst. Síðan er smellt á einhvern þeirra og þar birtist þá listi yfir númeraðar arkir og jafnframt kemur fram í miðdálkinum hvert innihaldið er. Síðan er smellt á þá örk í dálkinum vinstra megin sem fólk vill skoða. Loks er smellt á litlu myndina sem birtist til að skoða kortið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30