Tenglar

18. janúar 2015 |

Tuttugu ár frá snjóflóðinu á Grund

Ólafur Sveinsson bóndi á Grund. Nánar neðst í meginmáli.
Ólafur Sveinsson bóndi á Grund. Nánar neðst í meginmáli.

Tuttugu ár eru í kvöld, 18. janúar, frá þeim hörmulega atburði þegar snjóflóðið féll á Grund í Reykhólasveit, annað í röðinni af þremur mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum árið 1995. Ólafur Sveinsson bóndi fórst, en Unnsteinn Hjálmar sonur hans fannst morguninn eftir undir snjófargi og braki úr útihúsunum eftir ellefu til tólf klukkustunda leit í aftakaveðri.

 

Fjárhús, fjós og hlaða gereyðilögðust. Af sauðfénu björguðust aðeins 65 eða liðlega einn fimmti hluti þess fjár sem í húsunum var. Í fjósinu voru þrjátíu nautgripir og björguðust fimm. Íbúðarhúsið á Grund slapp við flóðið, en þar voru Lilja Þórarinsdóttir eiginkona Ólafs og Guðmundur sonur þeirra.

 

Þetta gerðist tveim dögum eftir snjóflóðið mikla í Súðavík (bb.is/hþm).

 

Hér fyrir neðan eru pdf-tenglar á blaðafrásagnir af slysinu á Grund ásamt myndum. Neðst er tengill á viðtal sem Sveinn Guðmundsson fréttaritari á Miðhúsum tók við Unnstein og birtist í Morgunblaðinu 17. febrúar.

 

Myndina af Ólafi á Grund sem hér fylgir tók Indiana Svala Ólafsdóttir á Reykhólum í Kinnarstaðarétt 25. september 1988. Þar var þá ökklasnjór og slæmt veður allan daginn.

 

Morgunblaðið 20. janúar 1995, baksíða

Morgunblaðið 20. janúar 1995, bls. 12

DV 20. janúar 1995, bls. 5

Morgunblaðið 17. febrúar 1995, bls. 14

 

Athugasemdir

Ólafur Helgi Kjartansson, sunnudagur 18 janar kl: 16:50

Atburðirnir - snjóflóðin - á Vestfjörðum voru skelfileg raun fyrir marga og meitlaðir í huga minn og fjölda annarra manna, kvenna og karla. Samúðarkveðjur eru sendar íbúum Reykhólahrepps og öðrum sem í hlut eiga. Einnig er látinna Súðvíkinga minnzt. Snjórinn kann að líta sakleysislega út, en því miður verðum við að varast hann og ógnirnar sem fylgja. En nú er við hæfi að líta fram á veginn með hækkandi sól.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31