Tenglar

20. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Tvær Breiðafjarðarmyndir frá sumrinu 1998

Þeir fiska sem róa.
Þeir fiska sem róa.
1 af 3

Árni Snæbjörnsson frá Stað í Reykhólasveit hefur í áranna rás gaukað hinu og þessu að vef Reykhólahrepps. „Var að taka til í gömlum pappírum og fann meðfylgjandi myndir,“ segir hann. Myndina af Reyni Bergsveinssyni frá Gufudal birti Árni á sínum tíma í Bændablaðinu ásamt texta frá Reyni sem er á bakhlið hennar. Myndina af Eysteini í Skáleyjum tók Jónas heitinn Jónsson fyrrv. búnaðarmálastjóri um borð í Skáleyjabátnum Kára á leið frá Staðarhöfn 30. júlí 1998. Hún birtist á sínum tíma í riti Æðarræktarfélags Íslands, Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi, sem Jónas ritstýrði.

 

Myndin frá Reyni Bergsveinssyni þar sem hann dregur þann gula er tekin er á Flateyjarsundi sumarið 1998. Ekki er báturinn stór. Textinn aftan á myndinni ber yfirskriftina Þeir fiska sem róa og hljóðar svo: Ég skora á Bændasamtök Íslands að sækja og verja rétt manna til fiskveiða í eigin netlögum og víðara þar sem það á við. Sjá mynd nr. 3 (smellið á hana).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31