Tvær nýframkvæmdir í vegagerð í Reykhólahreppi
Þetta kemur fram hér á vef Vegagerðarinnar og þar má finna nánari upplýsingar um áformaðar vegaframkvæmdir á landinu á þessu ári.
Viðhald vega verður með nokkuð hefðbundnum hætti. Ráðist verður í yfirlagnir og styrkingar af svipuðum krafti og síðustu tvö ár og má reikna með að útboð fari af stað á næstu vikum.
Á samgönguáætlun 2009-2012 var áætlað að 7,5 milljarðar króna færu til nýframkvæmda (stofnkostnaðar) á landinu öllu á árinu 2011. Á fjárlögum sem samþykkt voru fyrir áramótin var hins vegar dregið úr því og settir tæpir 6 milljarðar króna í nýframkvæmdir ársins.
Verk sem voru á samgönguáætlun fyrir 2011 en þarf að fresta vegna niðurskurðar eru Hafnarfjarðarvegur (40) - gatnamót við Vífilsstaðaveg, Álftanesvegur (415) og Borgarfjarðarbraut (50) um Reykjadalsá.
Myndin frá Skálanesi sem hér fylgir er fengin hjá Bæjarins besta á Ísafirði.
Sjá einnig:
17.02.2011 Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa vegagerðar