Tenglar

28. nóvember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Tvær valkyrjur við rúning í Reykhólahreppi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Marie Prebble, á Bakka
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Marie Prebble, á Bakka
1 af 6

Undanfarið hafa bændur verið að taka féð á hús. Þá er fyrsta verkið að rýja féð og það þarf að gera eins fljótt og mögulegt er meðan ullin er hrein.

 

Nú er það svo að minni hluti bænda taka sjálfir af sínu fé og oft enginn verktaki í héraði sem fæst við rúning. Því hafa bændur þurft að leita til manna utansveitar og hafa margir afburða rúningsmenn komið í gegnum árin.

 

Konur hafa ekki verið áberandi í hópi rúningsmanna, enda er rúningur ekki létt vinna og eðli málsins samkvæmt mikil skorpuvinna. Ekki má taka þessi orð svo að kvenfólk hlífi sér við erfiðisvinnu, öðru nær, svona hefur þetta bara verið.

 

Nú um daginn voru þó tvær ungar kjarnakonur að rýja á nokkrum bæjum hér í sveit. Þær voru á Gróustöðum, Bakka, Gautsdal, Kambi, Hamarlandi og e.t.v. víðar. Aðra þeirra kannast nú flestir við,  það er Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Hin kom alla leið frá Kent á suður Englandi, hún heitir Marie Prebble og er sauðfjárbóndi og rúningsmaður þar.

 

Marie kveðst vera að þjálfa fyrir heimsmeistaramót kvenna í rúningi og finnst íslenskar kindur heppilegar til þess, harðar af sér og sterkar eins og fólkið segir hún og brosir. Tildrög þess að hún kom hingað til lands voru að hún kynntist Heiðu á heimsmeistaramótinu í rúningi á Nýja Sjálandi árið 2017. Marie ber landi og fólki hér afar vel söguna.  

Myndirnar eru af fb.síðu Heiðu og ruv.is

 

Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31