Tenglar

25. maí 2012 |

Tvenns konar fjárhús

Vorferð sunnudagaskólans hjá sr. Elínu Hrund á Reykhólum var að þessu sinni farin út að Stað á Reykjanesi. Komið var í kirkjuna gömlu og merku, fjárhús guðs hjarðar á Stað, sem smíðuð var 1864 þannig að senn líður að 150 ára afmælinu. Síðan var farið í hið veraldlega fjárhús líðandi stundar að heimsækja ærnar á sauðburði og litlu lömbin þeirra. Þar buðu Fríða, Rebekka og Harpa gestunum safa og kex en Sandra mamma Ísaks og Birgittu lagði til kleinur.

 

Á myndunum má sjá (auk búfjár) þau Söndru, Védísi, Solveigu, Anítu, Fríðu, Hörpu, Birgittu, Hildigunni og Ísak.

 

Myndirnar sem hér fylgja og miklu fleiri sem teknar voru í vorferð sunnudagaskólans á Reykhólum að Stað á Reykjanesi er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

 

Athugasemdir

Sandra Rún, sunnudagur 27 ma kl: 11:36

og ekki má gleyma muffinskökunum hennar Kolfinnu. Takk fyrir skemmtilega ferð :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31