Tenglar

8. apríl 2011 |

Tvennt nýtt sem snertir Miðjanes í Reykhólasveit

Játvarður Jökull og Rósa Hjörleifsdóttir kona hans. Mynd Mbl. Elín Pálmadóttir.
Játvarður Jökull og Rósa Hjörleifsdóttir kona hans. Mynd Mbl. Elín Pálmadóttir.
Eins og hér kom fram fyrir nokkrum dögum hefur verið stofnaður nýr undirvefur sem ber heitið Dætur og synir héraðsins (valmyndin vinstra megin). Umsjónarmaður hefur fengið ótakmarkaða heimild til endurgjaldslausrar birtingar að vild á vef Reykhólahrepps á efni sem birst hefur í Morgunblaðinu fyrr og síðar. Þar er vissulega af mörgu að taka í nærri hundrað ára sögu blaðsins. Núna er komið inn viðtal Elínar Pálmadóttur blaðamanns sem hún skrifaði eftir heimsókn til Játvarðar Jökuls Júlíussonar bónda og fræðimanns á Miðjanesi í Reykhólasveit árið 1985 ásamt myndum sem hún tók. Vonandi tínist þarna inn smátt og smátt ýmislegt úr Mogganum sem varðar fólkið í héraðinu fyrr og síðar. Og vonandi líka fleiri blöðum.

 

Fræðistörf Játvarðar Jökuls heitins munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Samt verður að telja merkilegra það einstæða afrek sem hann vann við ritstörf sín þegar litið er til þeirra aðstæðna sem hann átti við að búa.

 

Annað: Jón Atli frá Miðjanesi, búsettur á Reykhólum, sonur Játvarðar, lá í nótt fyrir tófu. Enga skaut hann tófuna að þessu sinni en kom þó ekki slyppur heim - honum fæddist hringhenda sem komin er hér á undirvefinn Gamanmál í valmyndinni til vinstri. Þar er litið til Icesave-kosningarinnar á morgun.

 

Athugasemdir

Áslaug Jensdóttir, fstudagur 08 aprl kl: 21:36

Merkilegt að þú hafir einmitt verið að skrifa um þennan merka mann núna, þar sem hann barst í tal í fjöslkyldunni minni, á dögunum :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30