Tenglar

29. desember 2015 |

Tvísýnt með brennuna á gamlárskvöld

Áramótabrennan á Reykhólum verður á sama stað neðan við þorpið og venjulega. Fari svo að veður leyfi verður kveikt í kestinum klukkan hálfníu á gamlárskvöld og flugeldasýningin hafin klukkan níu. Eins og nú standa sakir tveimur sólarhringum áður eru horfurnar ekki sérlega góðar. Ef fresta þarf brennunni verður stefnt á þrettándakvöld. Ef ákveðið verður að fresta verður strax greint frá því hér á vefnum.

 

En hvort sem brennan verður fyrr eða síðar, þá er brýnt að fólk sé vel búið og allir með hlífðargleraugu.

 

Brennan er að venju á vegum Reykhólahrepps og ábyrgðarmaður hennar er Hjalti Hafþórsson. Flugeldasýningin við brennuna er eins og áður á vegum Björgunarsveitarinnar Heimamanna og Játvarður Jökull Atlason ábyrgðarmaður hennar. Hann er jafnframt umsjónarmaður og ábyrgðarmaður flugeldasölu sveitarinnar, var áður aðstoðarmaður Braga Jónssonar og tók síðan við af honum.

 

Sjá hér varðandi flugeldamarkaðinn

 

Veðurspá fyrir Breiðafjörð

 

Veðrið á Reykhólastöðinni á klukkutíma fresti

 

Vindar í beinni

Prófið að smella hér og þar á kortið og sjáið hvað birtist í horninu niðri vinstra megin. Meðal annars kemur þar fram vindhraði í kílómetrum á klukkustund (km/h). Til að reikna út metra á sekúndu eins og hér er venjan að nota á síðari árum er deilt í þá tölu með 3,6. Þannig eru 25 km/klst um 7 m/sek, 50 km/klst eru um 14 m/sek, 100 km/klst eru um 28 m/sek o.s.frv. Hægt er að draga kortið til eftir vild og líka þysja inn með tvísmelli. Með því að smella á earth neðst til vinstri má velja ýmsa aðra veðurþætti til skoðunar.

 

Athugið líka tenglana á þetta allt í dálkinum hér hægra megin til daglegra nota.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30