Tenglar

5. maí 2015 |

Tvö leikrit fyrir alla aldurshópa á sömu sýningu

Frá Hólmavík / Jón Halldórsson.
Frá Hólmavík / Jón Halldórsson.

Leikhópurinn Kva1urinn & dvergarnir sjö, leiklistarval 8.-10. bekkja Grunnskólans á Hólmavík, hafa sett upp leikritið Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur í leikstjórn Estherar Aspar Valdimarsdóttur. Jafnframt hafa Ungmennahúsið Fjósið og Leikfélag Hólmavíkur sett upp leikritið Hlauptu, týnstu! eftir Berg Ebba í leikstjórn Jóns Jónssonar og Eiríks Valdimarssonar. Lokasýningin á leikjunum tveimur á Hólmavík verður í Félagsheimilinu á fimmtudag, 7. maí, og hefst kl. 20.

 

Leikritin voru samin fyrir verkefnið Þjóðleik á vegum Þjóðleikhússins.

 

Miðaverð er 1.500 krónur. Posi verður á staðnum og óþarfi að panta á undan sér.

 

Leikritin verða síðan flutt um næstu helgi (9. og 10. maí) á Þjóðleikshátíðinni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

 

Addið okkur á snapchat: utskrift segir einn af leikstjórunum, Eiríkur Valdimarsson, umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hólmavík, sem sendi Reykhólavefnum þessa tilkynningu.

 

Myndinni sem hér fylgir var hnuplað af vef myndasmiðsins ágæta og ötula, Jóns Halldórssonar á Hólmavík.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30