Tenglar

23. janúar 2012 |

Tvö ungmenni í Reykhólaskóla í verðlaunasætum

Tveir nemendur í Reykhólaskóla, þær Elínborg Egilsdóttir í 9. bekk og Fanney Sif Torfadóttir í 8. bekk, hljóta verðlaunasæti í fyrri hluta ritgerðaverkefnisins Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, verndari verkefnisins, afhenda verðlaunin við athöfn í Háskólanum í Reykjavík 31. janúar. Að þessu framtaki stendur eins og áður félagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni.

 

Formaður félagsins er Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, kennari, gjaldkeri er Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ritari Amalía Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og meðstjórnendur Steffan Iwersen, arkitekt, og Ragna Árnadóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra og núv. skrifstofustjóri Landsvirkjunar. Félagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni var stofnað árið 2003.

 

Helstu styrktaraðilar Landsbyggðarvina eru Reykjavíkurborg, Flugfélag Íslands, Bílaleiga Akureyrar, Mannvit hf., Íslenska gámafélagið, Skógræktarfélag Íslands, Norræna húsið, Ferðafélag Íslands, A-4, Vodafone og Búrið (sérverslun með osta). Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið lagt verkefninu til lítils háttar fjárstuðning. Að auki er verkefnið unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur þar að málum.

 

Fyrsta starfsár verkefnisins Heimabyggðin mín, um umbætur í nærumhverfinu á vegum félagsins, var árið 2004-2005. Síðan hefur verkefnið náð að vaxa og dafna með hverju ári og orðspor þess vaxið. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta verkefni og er það rauði þráðurinn í starfsemi félagsins. Verkefnið er í árlegri endurskoðun. Árið 2009 var verkefnið tilnefnt til íslensku menntaverðlaunanna. Sú viðurkenning hvetur Landsbyggðarvini til að leggja sig enn meira fram og gera enn betur.

 

Ábyrgðarmaður verkefnisins Heimabyggðin mín og verkefnisstjóri er Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. Hún á hugmyndina að verkefninu, er „hönnuður“ þess og skipuleggjandi sem og aðalstjórnandi. Fríða Vala á að baki farsælan feril sem kennari, aðallega við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Einnig hefur hún starfað sem yfirmaður sjúkrafæðis á Borgarspítalanum í Fossvogi. Hún hannaði t.d. verkefnið Nordic Milk, sem var innan verkefna um „Ny nordisk mad“ á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Það verkefni hefur síðan opnað dyr að öðrum samnorrænum verkefnum, t.d. á vegum áðurnefndrar nefndar og núna síðast Norræna hússins, Ungt fólk og íslenskar nytjajurtir.

 

Heimasíða Landsbyggðarvina

 

Athugasemdir

Eyvindur, rijudagur 24 janar kl: 07:30

Til hamingju stelpur

Steinunn Ó. Rasmus, rijudagur 24 janar kl: 13:29

Glæsilegt, til hamingju duglegu stúlkur.

Ingibjörg Þór, rijudagur 24 janar kl: 13:39

Frábært! til hamingju flottu stelpur.

Björk Stefánsdóttir, rijudagur 24 janar kl: 14:54

Þetta er æðislegt hjá ykkur stelpur, þið eruð svo flottar;-)

Hrönn Valdimarsdóttir, rijudagur 24 janar kl: 23:01

Flott hjá ykkur stelpur!! Innilega til hamnigju :)

Harpa Eiríksdóttir, mivikudagur 25 janar kl: 01:04

verður skemmtilegt að hjálpa þessum hugmyndum að verða að veruleika. Það er mikilvægt að það er yngri kynslóðin sem mun taka við sveitinni okkar í framtíðinni og frábært að vita að við höfum hérna hugmyndaríkt og áhugasamt ungt fólk, okkar starf er að hvetja þau áfram til að styrkja sveitina okkar.

Dídí, mivikudagur 25 janar kl: 13:42

Innilega til hamingju með þetta stelpur:-)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31