Tenglar

12. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

ÚTBOÐ, Sláttur og hirðing 2017 - 2018

Reykhólahreppur  óskar eftir tilboðum  í  slátt og hirðingu, annarsvegar með  vél og hins vegar með  orfi,  á  ýmsum grassvæðum sveitarfélagsins. Hægt er að  bjóða  í  annan eða báða verkhlutana.

 

Verk  þetta nefnist :  “Sláttur og hirðing   2017  –  2018“.

Verkið  felur  í  sér slátt  á  opnum svæðum sveitarfélagsins samkvæmt nánari tilvísun verkkaupa. Um er að  ræða gróin svæði með  götum og göngustígum  ásamt  íþróttasvæðum, tjaldsvæði, opnum svæðum og lóðum við  mannvirki  í  eigu sveitarfélagsins.

 

Þeir sem hafa  áhuga  á  að  bjóða  í  verkið  geta nálgast  útprentuð  útboðsgögn  á  skrifstofu Reykhólahrepps  á  opnunartíma eða sent beðni um gögn  á  netfangið  byggingarfulltrui@dalir.is

Fyrirspurnartími er til 18. maí  n.k. og  þurfa tilboð  í  verkið  að  berast  á  skrifstofu Reykhólahrepps fyrir

 kl. 11 mánudaginn 22. maí  2017. Tilboð  verða opnuð  þá  að  viðstöddum  þeim sem  þess kjósa.

Nánari upplýsingar  í  útboðsgögnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30