1. júlí 2010 |
Úlfar gegnir embætti sýslumanns á Ísafirði
Úlfari Lúðvíkssyni sýslumanni á Patreksfirði hefur verið falið að gegna jafnframt því starfi tímabundið embætti sýslumannsins á Ísafirði frá og með deginum í dag til 30. júní 2011 eða í eitt ár. Var það tilkynnt í kjölfar þess að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ákvað að gera breytingar á skipan sýslumannsembætta m.a. með hliðsjón af nýsamþykktum breytingum á lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði. Með þeirri lagabreytingu var ráðherra heimilað að fela starfandi sýslumanni að gegna jafnframt öðru embætti sem losnar.
Kristín Völundardóttir, sem gegndi starfi sýslumanns á Ísafirði og lögreglustjóra Vestfjarða frá árinu 2007, var í mars skipuð í embætti forstjóra Útlendingarstofnunar.