Tenglar

17. janúar 2016 |

Um 20 kíló á mann

Skýringarmynd með greininni.
Skýringarmynd með greininni.

Þessar vikurnar stendur yfir gerð nýrra búvörusaminga á milli bænda og ríkisins. Í þeim hluta er snýr að sauðfjárrækt er lagt mikið kapp á að efla og auka framlegð greinarinnar út frá núverandi forsendum; þ.e. að framleiða lambakjöt. Samkvæmt fjárlögum 2016 má reikna með að um 50 milljarðar renni til sauðfjárræktarinnar yfir samningstímann, eða um 5 milljarðar árlega.

 

Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um framtíðarmöguleika greinarinnar. Landvinningar erlendis heilla og veðjað skal á markað kröfuharðra neytenda lífrænna afurða. Minna fer fyrir umræðu um hvernig kindakjötsneysla hefur þróast innanlands undanfarna áratugi og því ekki úr vegi að hnykkja aðeins á henni.

 

Þannig hefst grein eftir Þórunni Pétursdóttur landgræðsluvistfræðing, sem birtist í vefritinu Kjarnanum. Eftir að hún hefur rakið ítarlega breytingar á neyslu kindakjöts síðustu fjörutíu árin segir hún meðal annars:

 

Þessar tölur sýna berlega að greinin er langt frá því að vera í markaðslegu jafnvægi. Framboð er mun meira en eftirspurn. Afurðaverð til bónda er sömuleiðis lágt, framleiðslustyrkir háir og ekki fyrirséð að það muni breytast á næstu árum, jafnvel þótt markaðsgreiningar sýni hugsanlega möguleika á hærra afurðaverði, sérstaklega fyrir útflutning á sérvörumarkaði.

 

Samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði nýlega fyrir LS, þá er mest allt lambakjöt sem flutt er út selt án upprunamerkingar. Hvernig má það vera? Ef við ætlum raunverulega að skapa afurðinni sérstöðu sem íslenskrar „hálfgildis villibráðar“ þurfa kaupendur að minnsta kosti að vita upprunaland vörunnar?

 

Ég vil sjá sauðfjárrækt halda áfram að vera til og dafna vel. Að ær og lömb séu á úthagabeit sumarlangt og að afurðirnar sem greinin framleiðir flokkist sem hágæðavara, framleidd á sjálfbæran hátt án allra aukaefna. Að grunn-afurðaverð hækki umtalsvert og svæðisbundin fullvinnsla afurða vaxi og styrkist enn frekar. Að við hættum að leggja gæði og verð lamba-, svína- og kjúklingakjöts að jöfnu. Ég trúi að tækifærin séu fjöldamörg en þau liggja ekki í að halda áfram á sömu braut og greinin hefur fylgt síðustu 50 árin eða svo.

 

Það þarf að kollvarpa núverandi kerfi og aflæsa öllum gildrum sem eru innbyggðar í það. Hugsa heildstætt, tengja framtíðarsýn greinarinnar mun sterkar við byggðamál almennt og opna á ný atvinnutækifæri fyrir þá sem kjósa að byggja sveitir landsins.

 

Grein Þórunnar í Kjarnanum má lesa hér í heild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31