Tenglar

2. maí 2012 |

Um 600 kg eftir fyrsta daginn

Frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum.
Frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum.
1 af 5

Einn af þeim meira en sex hundruð strandveiðibátum sem þustu á sjó núna í suðvestanáttinni þegar leyfilegt var er Darri BA 76, eini báturinn í því kerfi í Reykhólahreppi. Hann er gerður út frá Staðarhöfn á Reykjanesi og skipverjar eru nafnarnir og frændurnir Þórður Jónsson í Árbæ og Þórður Sveinbjörnsson úr Svefneyjum. Frekar var fiskurinn tregur en samt náðu þeir um 600 kg eftir daginn. Veðrið á þessum slóðum var með besta móti og voru þeir aðeins um klukkutíma og korter að „svífa til baka“ heim í Staðarhöfn frá Stykkishólmi, þaðan sem þeir leggja aflann upp.

 

Assgotans glannar eru þetta, segir Ása í Árbæ, eiginkona Þórðar skipstjóra, en hún  tók í kvöld myndirnar sem hér fylgja.

 

Fréttamenn á landsvísu spurðust fyrir um það hjá umsjónarmanni Reykhólavefjarins hvort báturinn Krummi sem sökk við Látrabjarg í gærkvöldi hafi verið frá Reykhólum. Svo er ekki, en eðlilegt er að spurt sé. Bátur Þórðar í Árbæ til skamms tíma var Krummi, en hann var seldur til Hólmavíkur (og fór landleiðina) og nafnið fylgdi. Þetta var ekki sá bátur. Nýi báturinn sem Þórður í Árbæ keypti ber sem fyrr segir heitið Darri og hann er sá sem hér um ræðir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30