Tenglar

13. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Um 850 ljósmyndir - ómetanlegar fyrir héraðið

Klippa úr einni af Reykhólamyndum Árna Geirssonar.
Klippa úr einni af Reykhólamyndum Árna Geirssonar.

Árni Geirsson vélaverkfræðingur hefur á liðnum árum tekið mikinn fjölda ljósmynda í Reykhólahéraði og sett á Netið undir safnheitinu Myndir úr Reykhólasveit. Í langflestum tilvikum eru þetta myndir teknar úr lofti en líka eru þar myndir teknar á jörðu niðri (í Flatey á liðnu sumri og í réttum í haust). Loftmyndirnar hefur Árni bæði tekið fljúgandi sjálfur á mótorsvifvæng og með myndavélinni á flugi einni síns liðs.

 

Margoft hafa myndir Árna Geirssonar verið notaðar með fréttum hér á vef Reykhólahrepps, ýmist óskornar eða þá klipptar í samræmi við fréttina hverju sinni.

 

Ljósmyndir Árna úr héraðinu er að finna hér á vefnum undir Ljósmyndir, myndasöfn - Ýmis myndasöfn - Myndir úr Reykhólasveit. Þar eru núna tólf möppur með samtals um 850 ljósmyndum teknum á árunum 2006-2012.

 

Til þess að minna á þessar ómetanlegu myndir Árna Geirssonar hafa hér verið valdar fimmtán myndir teknar yfir Reykhólum haustið 2010, auk tveggja frá Kinnarstaðarétt í haust og einnar sem tekin var á gönguferð í Flatey í sumar. Í myndasafninu frá Kinnarstöðum er fjöldi skemmtilegra mynda af bæði fólki og fé.

 

Ef smellt er á tenglana hér fyrir neðan koma myndirnar upp í fullri stærð - ef smellt er á myndirnar sjálfar stækka þær gríðarlega. Til að skoða einstaka hluta myndanna og telja kannski laufblöðin á runnunum í Reykhólaþorpi þarf því að færa þær á skjánum bæði upp og niður og til hliðanna.

 

Að öðru leyti skal einfaldlega vísað á inn á áðurnefndan myndavef Árna (Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni vinstra megin). Þar segir myndasmiðurinn: Hér eru nokkur söfn mynda úr Reykhólasveit. Þær má nota að vild til að vekja athygli á náttúrufegurð sem þar er að finna.

 

Myndirnar sem um var rætt:

01 ÁG

02 ÁG

03 ÁG

04 ÁG

05 ÁG

06 ÁG

07 ÁG

08 ÁG

09 ÁG

10 ÁG

11 ÁG

12 ÁG

13 ÁG

14 ÁG

15 ÁG

16 ÁG

17 ÁG

18 ÁG

 

Vorið 2008 birtist hér á vef Reykhólahrepps dálítið spjall við Árna undir fyrirsögninni Frjáls eins og fuglinn yfir Reykhólasveit.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31