12. febrúar 2018 | Sveinn Ragnarsson
Um snjómokstur í sveitinni
Í ljósi þess að tíðarfarið er ekki beint samgönguvænt þessa dagana, þá er ágætt að rifja upp að í gildi eru viðmiðunarreglur um snjómokstur í Reykhólahreppi. Á þeim leiðum sem er helmingamokstur er Vegagerðin ekki með reglubundið eftirlit, þannig að fólki er bent á að tilkynna á hreppsskrifstofuna ef þörf er á mokstri eða hálkuvörn á þessum vegum.