5. mars 2011 |
Um vegamál í Gufudalssveit fyrr og nú ...
Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum, öllu betur þekktur sem Kristinn frá Gufudal, sendi vefnum til birtingar grein um vegamál í Gufudalssveit í liðlega sextíu ár eða allt frá árinu 1950. M.a. minnir hann þar á ítarlega bókun hreppsnefndar Reykhólahrepps í desember árið 2005, þar sem segir auk annars: „Sem fyrr mælir hreppsnefnd eindregið með leið B, enda eiga brattir fjallvegir að heyra sögunni til.“
Grein Kristins má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.