Tenglar

29. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Um virkjun vindorku, athugasemd vegna frétta

1 af 2

Undanfarna daga hefur verið mikið fjallað um vindorku og síðast í sjónvarpsfréttum á miðvikudaginn 28. maí sagði formaður Fuglaverndar að hann varaði við því að hafa vindmyllur í Breiðafirði. Nú er verkefni okkar ekki í Breiðafirðinum sjálfum en þar sem við erum á grannsvæði langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.

 

Við erum sammála honum um að vernda þurfi viðkvæm svæði eins og farleiðir fugla, en algert bann yfir stærra svæði án stuðnings vísindalegra gagna væri ekki lögmætt.

 

Við höfum verið að þróa vindorkugarð í Garpsdal síðan 2018 og höfum gert ítarlega rannsókn á fuglalífi á Garpsdalsfjalli og nærsvæðum þess. Við réðum teymi innlendra fuglafræðinga til að meta flug og varp með því að fylgja alþjóðlegri aðferðafræði samkvæmt kröfum rannsókna í löndunum þar sem vindorka er orðinn vel þróaður iðnaður.

Írskur fuglafræðingur, sérfræðingur í fuglarannsóknum fyrir þróun vindorkuverkefna, var fenginn til að hafa yfirumsjón með að aðferðirnar væru í samræmi við leiðbeiningar Scottish Natural Heritage. Að auki voru allir arnarungar innan 10 km radíus merktir með GPS sendum og fylgst er með ferðum þeirra, sem styður niðurstöður okkar að ernir nýta ekki svæðið okkar uppi á Garpsdalsfjalli enda kjósa ernir að halda sig við strandsvæði þar sem þeir sækja í fisk og sjófugl.  Ratsjá könnun er einnig í gangi upp í fjalli til að  til að staðfesta frekar að Garpsdalsfjall er ekki í farleið.

 

Vindorkugarður á eyjunni Smöla er gefið sem dæmi um áhrif vindorkugarða á erni. Smöla var reist fyrir 18 árum, þegar lítið sem ekkert regluverk var til staðar. Ef réttar fuglarannsóknir hefðu verið gerðar áður en framkvæmdir hófust hefði það strax útilokað Smöla.

 

Eftir að hann var tekinn í notkun hafa miklar rannsóknir hafa verið gerðar í Smöla við samspil arna og vindmyllna. Þær sýna að ef hreiður er innan við 1 km frá vindmyllu eru lífslíkur arnarunga mjög skertar en þegar komið er fjær en 5 km hefur hún engin marktæk áhrif á lífslíkur fuglanna.

 

Versti galli Smöla er að vindmyllurnar eru staðsettar milli varpstöðva arnanna og fæðuöflunar út við sjó. Smöla er lítil lágrreist eyja og kjörlendi fyrir arnarvarp enda eru þar margir ernir en vindorku garðurinn tekur upp nánast tíund af eyjunni. Myllur á Smöla standa nærri og samsíða strandlínunni og standa þar að auki við sjávarmál þannig að snúningur spaðanna er einmitt í flugleið arnanna. Þetta er það sem veldur þessum mikla arnadauða í Smöla.

 

Staðsetningin okkar upp á Garpsdalsfjalli var valin með allar framangreindar takmarkanir í huga. Staðsetning er ca 6-7 km frá strandlínu uppi á fjallgarði í yfir 500 metra sem er mjög óhentugt búsvæði fyrir erni. Nálægasta arnarhreiður er í 8 km fjarlægð, vel utan við viðmiðunarmörk. Og ennfremur hefur sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands í málefnum hafarna Kristinn Haukur  staðfest að merktu ernirnir hafi ekki ferðast nærri svæðinu okkar á Garpsdalsfjalli.

 

Viðkvæm svæði verður að sjálfsögðu að vernda en það verður að gera á vísindalegum grunni þar sem sönnunargögn styðja ákvörðunina. Við tökum rannsóknir á umhverfisáhrifum mjög alvarlega og leggjum þar að auki verkefnið fyrir mat rammáætlunar. Við hvetjum við alla til að kynna sér verkefnið og vonumst til að sjá sem flesta þegar niðurstöður umhverfismats verða kynntar von bráðar.

 

Í fréttinni var einnig talað um að upphlaup væri hjá vindorkuaðilum sem væru að gera tilkall til fjölmargra staða víðsvegar um landið. Þetta er ekki markmið EM Orku. Við höfum valið Garpsdal vegna þess að það er góður staður og við stefnum að því að þróa verkefnið vel í nánu samstarfi við samfélagið í Reykhólahreppi.

 

Fyrir hönd EM Orku,

Ríkarður Ragnarsson

Verkefnastjóri

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31