Tenglar

8. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Umboðsmaður aldraðra - löngu tímabært

Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landssambands eldri borgara hversu mikilvægt er að við fáum „umboðsmann aldraðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og margvísleg mál gætu borist til umboðsmanns aldraðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram, að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann.

 

Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum réttindi eldri borgara um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir. Erfið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjarasamningsrétt.

 

Þetta segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara, í grein hér á vefnum undir ofanritaðri fyrirsögn. Einnig segir þar:

 

Alþingi þarf að taka þetta mál til skoðunar og vinna að löggjöf um „umboðsmann aldraðra“ með það að leiðarljósi, að slíkt embætti geti stuðlað að bættu upplýsingaflæði til eldri borgara og að réttarstaða þessa hóps sé virt í hvívetna. Taka á móti fyrirspurnum, kanna mál einstaklinga, og stuðla að því að fólk á öllum aldursskala efri áranna njóti persónulegra réttinda, virðingar og samfélagsþátttöku. Samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara sl. vor að vinna að framgangi þessa máls. Nú er rétti tíminn til að koma þessu í verk, því þeim eldri borgurum fjölgar hratt sem þurfa öryggi og bakhjarl í baráttunni við skriffinnsku og flókið kerfi.

 

Grein Þórunnar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31