2. júlí 2012 |
Umferðartafir og viðsjárverð lausamöl
Búast má við umferðartöfum á Vestfjarðavegi við Gufudal og Djúpadal í dag og á morgun, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að klæðningu og ökumenn eru því beðnir um að aka með gát. Víðar í Reykhólahreppi hafa vegir verið klæddir að undanförnu og settar bætur. Þar er lausamöl sem er nokkurn tíma að troðast og getur verið stórhættuleg ef ekki er varlega farið.