Tenglar

16. apríl 2016 |

Umhverfisáhrif ferðamennsku rannsökuð

Út eru komnar skýrslur þar sem kynntar eru niðurstöður tveggja rannsóknaverkefna sem snúa að umhverfisáhrifum ferðamanna og ferðamennsku. Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og eru meðal þeirra verkefna sem Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í með hliðsjón af mikilli fjölgun ferðafólks og álags sem af henni hefur skapast.

 

Skýrslunar eru báðar á ensku, með útdrætti á íslensku. Sú fyrri nefnist á íslensku Áhrif gönguferðamennsku á gróður og jarðveg – athuganir og mælingar frá tilraunareitum en hin síðari Áhrif innviða á þróun ferðamannastaða á hálendinu í ljósi kerfisgreiningar.

 

Nánar hér á vef Ferðamálastofu, þar sem líka má sækja skýrslurnar í heild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31