13. júlí 2016 |
Umhverfisdagur Aftureldingar
Umhverfisdagur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi er á morgun, fimmtudag. Mæting á sparkvellinum á Reykhólum kl. 17. Verkefnin eru að raka smágrjóti á nýja fótboltavellinum, sá í kanta og margt fleira. Einnig verður haldið áfram að bæta umferðarmerkingar með því að mála töluna 30 á veginn gegnum þorpið samkvæmt leyfi frá Vegagerðinni. Síðan verða grillaðar pylsur og safar í boði félagsins.
Stjórn félagsins hvetur sem flesta til að mæta. „Því fleiri hendur, þeim mun fljótari verðum við.“
Dagskrá Umf. Aftureldingar í sumar