Umhverfisdagur Reykhólahrepps 24. apríl
Umhverfisdagurinn fer fram 24. apríl næstkomandi á stóra plokkdeginum sjálfum. Við ætlum að hittast upp í Reykhólaskóla klukkan 11 og fá poka til að tína í og skipta okkur svo upp og tína í þorpinu og gera fínt í kringum okkur, við ætlum að leggja áherslu á meðfram vegum en samt reyna að taka auðvitað allt svæðið.
Þó svo að skipulagða dagskráin fari fram í þorpinu er öllum sveitungum velkomið að koma og einnig eru bændur hvattir til að taka til á sínum bæjum, við þurfum að vera saman í þessu!
Umhverfisnefnd býður svo í pulsugrill um 1 leitið og verður gætt að öllum reglum um smitvarnir. Við skiptum grillinu upp í 2 hópa og pössum fjöldatakmörkun, ef extra góð mæting verður erum við viðbúin að tækla það með covit reglur í huga.
Við hlökkum til að sjá sem flesta
Umhverfisnefndin