28. maí 2011 |
Umhverfisdagur í Reykhólahreppi
Reykhólahreppur stendur fyrir umhverfisdegi í dag, laugardag. Allir íbúar hreppsins eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og fegra sitt nánasta umhverfi. Jafnframt er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum við að snyrta opin svæði í nágrenni Reykhóla. Ábúendur lögbýla eru hvattir til að taka plast úr girðingum, hreinsa skurði og annað tilfallandi. Kl. 13.30 mun svo Reykhólahreppur bjóða þátttakendum upp á grillaðar pylsur í Hvanngarðabrekku (Kvenfélagsgarðinum) á Reykhólum.
Núna á þessu ári stefnir umhverfisnefnd Reykhólahrepps að því að velja snyrtilegasta lögbýli hreppsins. „Látum ekki okkar eftir liggja“, segir í hvatningarorðum frá umhverfisnefnd.