27. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Umhverfisdagurinn 2014 - vinnufúsar hendur óskast
Hinn árlegi Umhverfisdagur í Reykhólahreppi verður núna á fimmtudag, 29. maí. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hreppsins hvetur íbúa til að nota daginn og snyrta í kringum sig. Ætlunin er að hittast við Reykhólaskóla kl. 11 og skipta með sér verkum. Gámastöðin verður opin og eru eigendur iðnaðarsvæða og jarða í Reykhólahreppi hvattir til að nota daginn vel og nýta tímann þegar opið er. Grill og Svalar að loknu verki kl. 13.30.
Kveðja.
- Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps.