30. apríl 2016 |
Umhverfisdagurinn 2016 verður 7. maí
Umhverfisdagurinn árvissi í Reykhólahreppi verður að þessu sinni laugardaginn 7. maí. Að venju er hvatt til hreinsunar bæði í þorpinu og sveitunum. Hvað Reykhólaþorp varðar, þá hittist fólk yfirleitt á einhverjum tilteknum stað og tíma og skiptir með sér verkum. Greint verður frá því hér á vefnum þegar nær dregur.