Tenglar

14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2013

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök. Aðilar geta tilnefnt hvort sem er sjálfa sig eða aðra.

 

Eftirtaldir hafa fengið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu:

  • 2012 - Grand Hótel Reykjavík
  • 2011 - Hótel Eldhestar
  • 2010 - Farfuglaheimilin í Reykjavík
  • 2009 - Íslenskir fjallaleiðsögumenn
  • 2008 - Elding Hvalaskoðun Reykjavík
  • 2007 - Country Hótel Anna
  • 2006 - Hópbílar
  • 2005 - Gistiheimilið Brekkukot, Sólheimum í Grímsnesi
  • 2004 - Félag ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónusta bænda hf.
  • 2003 - Bandalag íslenskra farfugla
  • 2002 - Guðmundur Tyrfingsson ehf.
  • 2001 - Íshestar
  • 2000 - Gistiheimilið Brekkubær á Hellnum
  • 1999 - Bláa Lónið
  • 1998 - Þórður Tómasson á Skógum
  • 1997 - Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
  • 1996 - Knörrinn á Húsavík
  • 1995 - Ferðaþjónustan Vigur

 

Hér á vef Ferðamálastofu er allar nánari upplýsingar að finna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31