Tenglar

26. september 2020 | Sveinn Ragnarsson

Umhverfisvottun Vestfjarða

1 af 2

 Til að hljóta umhverfisvottun hjá EARTH CHECK (sem er eina umhverfisvottunarþjónustan sem býður úttektir og vottun fyrir sveitarfélög) þarf að sýna áhuga með því að setja fram stefnu og framkvæmdaáætlun.  Þessu er fylgt eftir með visthæfari innkaupum, sparnað í vatns-orku og pappírsnotkun, verja hluta tekna til náttúruverndar og félagsþjónustu og fleira og fleira.

 

Í umhverfisvottuninni er byggt á öllum stoðum sjálfbærrar þróunar: Umhverfisvernd, heilbrigðu hagkerfi (hringhagkerfi og verslun í heimabyggð) og félagslegu jafnræði (til dæmis að karlar og konur fái svipuð völd, hljóti sivpaða þjónustu, börn lifi við öryggi og aldraðir séu ekki afskiptir.

 

Sveitarféögin þurfa að sýna fram á (með tölulegum gildum) að þeim fari fram ár frá ári. Til dæmis að sorpumfang minnki, meiri flokkun eigi sér stað, að eldsneyti sé sparað og að ekki séu notuð eiturefni t.d. á skordýr eða illgresi.

 

Árið 2020 fékkst síðast umhverfisvottun og mega allir starfsmenn sveitarfélaganna nota sérstaka undirskrift til að sýna umhverfisvottun sveitarfélagsins. Hér má skoða framkvæmdaáætlun fyrir árin 2020-2025, en hún er endurskoðuð árlega.

 

María Maack

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31