2. mars 2011 |
Umræðufundur: Afþreying og þjónusta á Reykhólum
Gistiheimilið Álftaland er á dagskrá á súpufundinum á Reykhólum annað kvöld, fimmtudag. Súpufundir þessir hafa verið haldnir mánaðarlega í vetur og þar hafa forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu kynnt starfsemina. Þessi fundur verður með nokkuð öðru sniði en hinir fyrri. Annars vegar verða, auk kynningarinnar á Álftalandi, almennar umræður um ferðaþjónustu og afþreyingu á Reykhólum. Hins vegar býður Álftaland gestum fundarins upp á smáréttahlaðborð og þess vegna verður enginn aðgangseyrir að þessu sinni.
Súpufundirnir eru haldnir í húsnæði Hlunnindasýningarinnar og hefjast kl. 18.30.
Steinar og Sirrý í Álftalandi vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni sem snerta alla íbúa Reykhólahrepps.
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum