Tenglar

2. mars 2011 |

Umræðufundur: Afþreying og þjónusta á Reykhólum

Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum.
Gistiheimilið Álftaland er á dagskrá á súpufundinum á Reykhólum annað kvöld, fimmtudag. Súpufundir þessir hafa verið haldnir mánaðarlega í vetur og þar hafa forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu kynnt starfsemina. Þessi fundur verður með nokkuð öðru sniði en hinir fyrri. Annars vegar verða, auk kynningarinnar á Álftalandi, almennar umræður um ferðaþjónustu og afþreyingu á Reykhólum. Hins vegar býður Álftaland gestum fundarins upp á smáréttahlaðborð og þess vegna verður enginn aðgangseyrir að þessu sinni.

 

Súpufundirnir eru haldnir í húsnæði Hlunnindasýningarinnar og hefjast kl. 18.30.

 

Steinar og Sirrý í Álftalandi vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni sem snerta alla íbúa Reykhólahrepps.

 

Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31