Tenglar

27. janúar 2009 |

Umsóknarfrestir um verkefnastyrki að renna út

Umsóknarfrestir um tvenns konar styrki renna út núna á föstudag og laugardag. Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Atvest hvetur þá sem hafa verið að íhuga að sækja um að láta af því verða í tæka tíð. Annars vegar eru þetta styrkir til sjávartengdra verkefna, hins vegar styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum.

 

Varðandi sjávartengd verkefni má nefna allar hugmyndir sem auka verðmæti sjávarfangs á einhvern hátt, svo sem með matarferðamennsku, hönnun, fiskeldi, nýjum tegundum, aukinni nýtingu, nýrri tækni, nýjum afurðum, fullvinnslu, vistvænni veiðitækni eða orkusparandi veiðiaðferðum.

 

Sem dæmi um styrkhæf verkefni til úrbóta á ferðamannastöðum má nefna hreinlætisaðstöðu, göngustíga, merkingar, fræðsluskilti, bílastæði, tjaldsvæði og fleira af því tagi. „Umsóknin á bara að vera einföld. Ef ekki er til deiliskipulag, þá þarf eitt lítið bréf frá byggingafulltrúa sem leyfir framkvæmdir þó aðalskipulag liggi ekki fyrir. Gott er að hafa teikningar og myndir þó svo að þær séu heimagerðar. Allt er betra en ekkert. Ef gögn vantar, tilkynnið þá hvaða gögn það eru og segið að þau séu á leiðinni. Takið fyrir eina hugmynd um verkefni og kýlið á þetta", segir Viktoría Rán.

 

Allar nánari upplýsingar um sjávartengd verkefni ásamt umsóknareyðublöðum er að finna hérna og hérna á vef AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Skila þarf umsóknum á rafrænu formi fyrir kl. 17 á föstudag, 30. janúar.

 

Allar nánari upplýsingar um verkefni til úrbóta á ferðamannastöðum ásamt umsóknareyðublöðum er að finna hérna á vef Ferðamálastofu. Umsóknum þarf að skila í síðasta lagi laugardaginn 31. janúar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31