Tenglar

11. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

mynd MM
mynd MM
1 af 2

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða þann 15. október. Umsóknir eiga að berast fyrir 12. nóvember. Sótt er um á vefsíðu sjóðsins.

 

Það sem nú er lagt áhersla á er að stuðla að búsetu ungs fólks á Vestfjörðum annars vegar og hins vegar samvinna milli íbúa mismunandi svæða. Hvers konar verkefni sem efla atvinnu, menningu nýsköpun og þá einkum með samvinnu milli mismunandi byggðalaga eiga besta möguleika. Það skiptir verulegu máli að vanda til umsókna, fylgja leiðbeiningum og setja fram raunhæfa tíma- og fjárhagsáætlun.

 

Sjóðurinn styrkir ekki byggingar eða viðgerðir á  húsum en alls kyns undirbúning og vinnu fólks. Sjóðurinn getur lagt fram allt að 50% af áætluðum kostnaði.

 

Nánar má lesa um sjóðinn og úthlutanir hérna: http://vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/styrkumsoknir/ en umsóknargáttin verður opnuð á mánudaginn.

 

Starfsfólk Vestfjarðastofu, Skúli Gautason og María Maack geta aðstoðað fólk á Ströndum, í Kaldrananes- og  Árneshreppi og í Reykhólasveit.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31