Tenglar

12. júní 2012 |

Umsóknir um fimm byggingalóðir samþykktar

Fundur skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps í gær var með líflegasta móti hvað afgreiðslu umsókna um byggingalóðir varðar. Samþykkt var umsókn Trésmiðjunnar Akurs ehf. á Akranesi um lóðirnar nr. 5 og 7 við Hólatröð vegna byggingar parhúss. Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum (Gullsteinn ehf.) fær iðnaðarlóðina að Suðurbraut 3 (milli verkstæðishúss Guðlaugs Theodórssonar og húss Björgunarsveitarinnar Heimamanna). Ísland, hvar er þín fornaldarfrægð ehf. í Reykjavík fær lóð á fyrirhuguðu verslunar- og þjónustusvæði rétt neðan við Langavatn (sjá reit V3 á meðfylgjandi korti - smellið á til að stækka). Samþykkt var umsókn Áhugamannafélags um bátasafn Breiðafjarðar um lóð við Reykhólahöfn.

 

Allt er þetta að venju með fyrirvara um staðfestingu hreppsnefndar (á fundi hennar á fimmtudag, sjá dagskrána í dálkinum Tilkynningar neðst til hægri).

 

Auk þess sem hér hefur verið talið voru samþykkt byggingarleyfi á Mávavatni á Reykhólum og Grænagarði í Flatey.

 

Fundargerð skipulagsnefndar er að finna í dálkinum Fundargerðir neðst til vinstri.

 

Athugasemdir

Þórarinn Ólafsson, rijudagur 12 jn kl: 22:55

Ég mæli ekki með molli á bökkum Langavatns. Það er fremur fátækleg framtíðarsýn og eflir ekki þéttingu byggðar mannfólksins.

kveðjur bestar
Tóti

Hrefna Jónsdóttir, mivikudagur 13 jn kl: 10:10

Ísland, hvar er þín fornaldarfrægð ehf. er fyrirtæki sem var stofnað til þess að selja heilsuvörur frá Íslenskum framleiðendum. Þessi lóð er ætluð undir fyrirtæki sem í samstarfi við Gullstein sf. mun framleiða heilsuvörur úr hráefni úr Reykhólahreppi.

En þetta er auðvitað ekki tekið framm í fréttinni svo að eðlilegt er að fólk misskilji og haldi að þarna eigi að rísa verslunarhúsnæði.

Kveðja
Hrefna

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30