Tenglar

22. júní 2016 |

Umsvif í umhverfismálum á Reykhólum

Dalli brikkleggjari og Einar gröfumaður.
Dalli brikkleggjari og Einar gröfumaður.
1 af 7

Mikið gengur Melstað á, var sagt í eina tíð. Menn og tæki af ýmsu tagi starfa dag hvern í norðurjaðri Reykhólaþorps við jarðvegsskipti, stígagerð og steinlagningu og þurfa ekki að kvarta yfir tíðarfarinu. Myndirnar sem hér fylgja eru frá þessum umsvifum, nema sú síðasta, sem er tölvuteikning af því sem koma skal.

 

Fyrir mánuði var hér greint ítarlega frá þessu mikla verki sem þá var að hefjast (tengill fyrir neðan). Þar má jafnframt sjá nokkrar fleiri tölvuteikningar ásamt uppdrætti af svæðinu eins og það á að verða.

 

Á fyrstu myndinni eru Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) brikkleggjari og Einar V. Hafliðason gröfumaður á torginu þar sem minnismerki Jóns Thoroddsens á að koma. Hinar myndirnar eru almennar yfirlitsmyndir.

 

Róttækar breytingar á umhverfi Barmahlíðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31