Undanvilltir grágæsarungar á Reykhólum
„Hjá okkur lifa þeir aðalega á fíflum, grasi og sandi og við gefum þeim vatn“, segir Kolfinna Ýr. „Borghildur bauð leikskólanum að koma og skoða gæsarungana sína og sagði öllum að þeir borðuðu „fífl“. Einn gæsarunginn er vanskapaður þannig að höfuðið hallar út á hægri hliðina eða eins og það komi í vinkilbeygju. Borga hafði nú alveg skýringu á því: „Hausinn hefur sennilega dottið af og einhver sett hann vitlaust á og þess vegna er hann með höfuðið á öxlunum.“
Hildigunnur sem er 18 mánaða hefur mjög gaman af ungunum og er mikið með þeim úti í garði. Það kemur svo oftast í verkahring Solveigar Rúnu að smala þeim heim úr öðrum görðum. Fyrst settum við þá inn á nóttunni en höfðum þá í búri á daginn. Nú eru þeir lausir úti en hafa skjól af brúsa með peru í sem þeir koma alltaf í á kvöldin, merkilegt nokk.“
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar leikskólakrakkarnir komu í heimsókn. Smellið á myndirnar til að stækka þær.
Eyrún Sif, mivikudagur 30 jn kl: 15:40
Svo duglegar og umhyggjusamar þessar systur. Eins gott að það fari nú ekki að þvælast einhver ,,fífl´´ í heimsókn, yrðu étin með það sama.