Tenglar

21. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Undarlega mikið af hlaupadýrum í Reykhólahreppi

Heimskautarefur (vulpes lagopus). Mynd: Wikipedia.
Heimskautarefur (vulpes lagopus). Mynd: Wikipedia.

Bræðurnir Guðmundur og Trausti Sigvaldasynir eru mitt í grenjavinnslu í Reykhólahreppi, skv. fréttavefnum bb.is á Ísafirði. Í samtali við bb-vefinn í fyrradag segir Guðmundur að eitthvað óvenjulegt sé á seyði með tófuna á svæðinu. „Það er óhemja af hlaupadýrum, bæði geldum læðum og steggjum. Þetta er mjög óvanalegt á þessu svæði,“ segir Guðmundur, sem búsettur er á Reykhólum. Þeir bræðunir eru frá Hafrafelli í Reykhólasveit, en Trausti er búsettur á Álftanesi og kemur vestur til veiðanna.

 

„Við erum ekki búnir að átta okkur á hvað er í gangi. Það er sjaldgæft sjá svona margar stórar og fallegar geldar læður. Yfirleitt eru það steggir sem eru hlaupadýr. Líffræðingarnir verða eiginlega að svara því hvað er að gerast. Við erum bara búnir að finna dýr á tveimur grenjum.“

 

Þeir bræður leita á 164 þekktum grenstæðum í Reykhólahreppi og sagði Guðmundur að þeir væru hálfnaðir með leitina. „Við eigum eftir að fara í Gufudalssveitina, og ef það viðrar vel, þá náum við klára í næstu viku.

 

Svæðið sem bræðurnir leita á nær frá Gilsfjarðarbotni að Klettshálsi. Guðmundur hefur stundað tófuveiðar í 30 ár og veiðin er að jafnaði á milli 100 og 120 dýr á ári. Hann sagði í viðtalinu í vikunni að frá því í maí hafi þeir náð 40 dýrum, en þeir leggja áherslu á það fyrstu vikurnar að leita næst æðarvörpum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31