Tenglar

15. september 2016 | Umsjón

Undirbúningsframkvæmdir í Djúpafirði á næsta ári

Flutningabíll á Hjallahálsi í vor.
Flutningabíll á Hjallahálsi í vor.

Vegagerðin stefnir að því að umhverfisskýrsla vegna lagningar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit verði tilbúin fyrir áramót. Takist það munu undirbúningsframkvæmdir í Djúpafirði hefjast á fyrri hluta næsta árs.

 

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa fyrir nokkru lokið við að endurskoða frummatsskýrslu, meðal annars vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, og er beðið eftir grænu ljósi þaðan svo hægt sé að kynna skýrsluna og auglýsa eftir athugasemdum.

 

Þetta kemur fram í frétt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær. Þar segir einnig meðal annars:

 

Umhverfismatið nær yfir veginn milli Skálaness og Bjarkalundar. Framkvæmdin felur í sér þveranir Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar og leiðin mun liggja um Teigsskóg í Þorskafirði.

 

Vegur að framkvæmdasvæðinu

 

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að stefnt hafi verið að því að umhverfisskýrsla yrði tilbúin nú á haustmánuðum en það hafi dregist, meðal annars vegna anna hjá Skipulagsstofnun. Nú sé stefnt að því að umhverfismati ljúki í desember. Fyrr sé ekki hægt að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins og ganga til samninga við landeigendur.

 

Yngvi Árnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Vesturlandsumdæmi, vonast til að hægt verði að fara í upphafsframkvæmdir snemma á næsta ári. Byrjað verður á lagningu vegar út Djúpafjörð, sem mun þjóna sem aðkomuvegur að framkvæmdasvæði við þveranir Gufufjarðar og Djúpafjarðar og sem framtíðarvegtenging við bæinn Djúpadal.

 

Í ósamþykktri vegaáætlun er gert ráð fyrir fjárveitingum til vegagerðar í Gufudalssveit næstu árin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30