Tenglar

14. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Undirskriftalisti afhentur sveitarstjóra

Hausinn á undirskriftalistanum
Hausinn á undirskriftalistanum
1 af 2

Í morgun var sveitarstjóra Reykhólahrepps afhentur undirskriftalisti þar sem því er mótmælt að valin verði svokölluð R-leið fyrir Vestfjarðaveg (60). Alls 95 rituðu nöfn sín á listann, 2/3 eiga lögheimili í hreppnum og 1/3 á frístundahús eða jarðir hér.  

Athugasemdir

Sigþór Guðjónsson, mnudagur 14 janar kl: 16:56

hefði viljað hafa nafn mitt á þessum lista þar sem ég á sumarhúsalóð og meðeigandi í Hafrafelli 3 en vilji minn er allavega kominn til skila

Helgi Jensson, mnudagur 14 janar kl: 22:55

Í framhaldi af því að búið er að afhenda undirskriftalista þar sem því er mótmælt að R leið verði valin og lögð fram í aðalskipulagi Reykhólahrepps er ekki úr vegi að rifja aðeins upp ferilinn.
Í fyrravor var lagður fram listi með 52 nöfnum (flestir með lögheimili í sveitarfélaginu) þar sem farið var fram á að leið, sem nú er kölluð R leið, yrði skoðuð. Þessi fjöldi undirskrifta dugði til að sveitarstjórnin fékk Multiconsult til að kanna kostnað við mismunandi leiðir og þar með leggja til leið R. Vegagerðin lagði fram leið A3 og síðan var gerð valkostagreining og eftir stendur að leið A3 er 4 milljörðum dýrari en ÞH leiðin. Búið er að fjármagna ÞH leiðina.
Þann 14. janúar 2019 var afhentur undirskriftarlisti þar sem vali á leið R er mótmælt. Á listanum eru 95 nöfn, þar af 62 sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og 33 sem hafa hagsmuna að gæta, annað hvort með atvinnurekstri eða sem eigendur frístundahúsa.
Ætla mætti að mótmæli svo margra hefðu einhver áhrif á sveitarstjórnina, þó er það engan veginn ljóst. Hvort það verður kemur væntanlega í ljós á miðvikudaginn 16. janúar þegar taka á málið fyrir á sveitarstjórnarfundi.
Því hefur verið haldið fram að þeir sem skrifuðu undir mótmælin segi að aukin umferð hafi ekki áhrif á uppbyggingu, en það er ekki rétt. Á undirskriftalistanum er sagt að aukin umferð ein og sér hafi ekki mikil áhrif, en vilji menn auka ferðaþjónustu, þá verði að bjóða upp á eitthvað sem ferðamenn sækjast eftir, helst einhverja sérstöðu. Þeir sem skrifa undir telja að sú aukning sem verður í þungaflutningum muni frekar hafa letjandi áhrif á uppbyggingu ferðaþjónustu og dvöl í frístundahúsum en öfugt. Auk þess telja þeir að vegalagning samkvæmt leið R muni hafa mjög neikvæð áhrif á búsetu á landbúnaðarjörðum. Það er spurning hvort staðbundin þjónusta við þungaflutninga verði það mikil að hún vegi þann mismun allan upp.

Torfi Sigurjónsson, mnudagur 14 janar kl: 23:20

Margar af þessum undirskriftum á þessum lista eru líka á fyrri
listanum... Áhugavert!

Eyrún Guðnadóttir, rijudagur 15 janar kl: 17:37

Þá sjáið þið að nokkrir hafa snúist hugur að skifta út R leið og yfir á ÞH leið sem er munn betur kostur

Ingi B Jónasson, rijudagur 15 janar kl: 20:41

eftir því sem ég veit best eru þúngaflutningar með laxaafurðir hættar með flutningabílum nú og fara með Samskip frá Bíldudal það minkar mikið álag á vegina sama hvaða leið er farin ,vegurinn frá Klukkufelli að Geiradalsá er til háborinnar skammar og ætti að vera búið fyrir löngu að leggja þar nýjan veg ,mér skilst að Reykhólavegurinn frá Berufirði og útfyrir gjárnar sé oft ófær og stórhættulegur í vetrarveðrum viljum við ekki öll fá eins örugga vegi og hægt er þar skifta fjármunir engu máli manslífið er óbætanlegt að ekki sé talað um ævilanga örorku

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30