Tenglar

28. janúar 2011 |

Undirskriftavefur vegna lögreglu í Búðardal opnaður

Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Vegna nálægðarinnar við Dalabyggð og Búðardal snertir þetta Reykhólahrepp, enda þótt hann heyri formlega undir lögregluna á Vestfjörðum. Í dag var opnaður undirskriftavefurinn budardalur.is þar sem fólki gefst kostur á að mótmæla þessari ráðstöfun. Jafnframt hafa undirskriftalistar á pappír verið í gangi, meðal annars á Reykhólum. Þeir sem hafa skrifað á pappírslistana eru hvattir til að skrá sig líka á vefinn.

 

Upphafsmaður undirskriftavefjarins er Sigurður Sigurbjörnsson frá Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dölum.

 

Samkvæmt reglugerð frá 2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal. Í áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra frá apríl 2008 kemur fram, að fjölga þurfi lögreglumönnum í umdæmi lögreglustjórans í Borgarnesi en ekki fækka þeim eins og nú er áformað.

 

Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur minnt á, að hin upphaflegu markmið með sameiningu lögregluembætta hafi verið að efla lögregluna. Nú virðist hins vegar sem sameiningin verði til þess að veikja löggæsluna. Stjórn Lögreglufélagsins bendir á, að íbúar eigi rétt á lágmarks löggæslu og lengra megi alls ekki ganga í niðurskurði löggæslumála á Vesturlandi. Frekari niðurskurður muni stofna öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi í hættu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30