Tenglar

4. ágúst 2010 |

Ungar veiðiklær á Stað

Systurnar Védís Fríða og Aníta Hanna ánægðar með fenginn.
Systurnar Védís Fríða og Aníta Hanna ánægðar með fenginn.
Þær systur á Stað á Reykjanesi, Védís Fríða (átta ára) og Aníta Hanna (fimm ára) brugðu sér að veiða í ánni á Stað, sem raunar var lítið annað en lækur eftir langvarandi þurrka í sumar. Veiðarfærin voru lítil barnaveiðistöng og spúnn, en ekki komu þær systur tómhentar heim því að þær lönduðu 900 gramma bleikju. Þær eru reyndar búnar að vera að veiða þorsk og makríl en hafa alltaf fengið nokkuð mikla hjálp þangað til þær skelltu sér í þetta og kláruðu með glæsibrag. Enda voru litlu konurnar sem komu heim með veiðina að springa af stolti.

 

Ljósmynd: Rebekka Eiríksdóttir á Stað.

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, mivikudagur 04 gst kl: 21:52

Duglegar systurnar á Stað að færa björg í bú.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31