Tenglar

14. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ungir lestrarhestar í Reykhólaskóla

Hér er lesið af miklum áhuga.
Hér er lesið af miklum áhuga.

Dugnaður nemenda í 1. og 2. bekk er með ólíkindum. Ég hef varla haft undan að útvega þeim ný verkefni í vetur, hvort sem það er í íslensku eða stærðfræði. Ekki líður sá dagur að ekki komi nemandi til mín og tilkynni mér að annað hvort vanti hann nýja lestrarbók eða nýja stærðfræðibók heim. Í vetur eru nemendur mínir búnir að lesa a.m.k. 110-120 bækur samanlagt, ýmist heima eða í skólanum. Þarna er ekki verið að telja þær sögubækur og blöð sem lesin eru í frjálsum lestri heima eða í skólanum. Reyndar er þetta afskaplega ánægjulegt verkefni og ég er lánsöm að fá að kenna svona duglegum krökkum, takk fyrir mig krakkar.

 

Þetta segir Steinunn Ólafía Rasmus á vef Reykhólaskóla. Þar fylgja fleiri myndir sem eru til vitnis um áhuga nemendanna á lestri og lestrartengdum verkefnum. Meira hér.

 

Minnt skal á árshátíð Reykhólaskóla í kvöld, þar sem allir eru velkomnir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31