Tenglar

2. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Ungmennaráð Reykhólahrepps

Viktor Benóný Benediktsson, Tindur Ólafur Guðmundsson, Solveig Rúna Eiríksdóttir, Adrian Kowalczyk og Aníta Hanna Kristjánsdóttir   mynd JÖE
Viktor Benóný Benediktsson, Tindur Ólafur Guðmundsson, Solveig Rúna Eiríksdóttir, Adrian Kowalczyk og Aníta Hanna Kristjánsdóttir mynd JÖE
1 af 6

Á nýafstöðnu ungmennaþingi, sem unga fólkið okkar fjölmennti á og allir tóku virkan þátt, var kosið 1. Ungmennaráð Reykhólahrepps.

Það skipa: Adrian Kowalczyk, Aníta Hanna Kristjánsdóttir, Solveig Rúna Eiríksdóttir, Tindur Ólafur Guðmundsson og Viktor Benóný Benediktsson.

Til vara: Jón Halldór Lovísuson, Ketill Ingi Guðmundsson, Samúel Ingi Björnsson, Sigurjón Árni Torfason og Védís Fríða Kristjánsdóttir.

Í erindisbréfi sem er komið hér á vefinn er kveðið á um hlutverk ungmennaráðs.

„Hlutverk Ungmennaráðs Reykhólahrepps er:  

  • að vera sveitarstjórn til ráðgjafar varðandi aðstöðusköpun og afþreyingarmöguleika ungs fólks í sveitarfélaginu
  • að koma tillögum og skoðunum ungs fólks til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins
  • að fylgjast með því að stofnanir sveitarfélagsins vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi
  • að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
  • að hvetja ungt fólk í sveitarfélaginu til lýðræðislegrar þáttöku
  • að skipuleggja ungmennaþing
  • að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins
  • að gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og gegnsærri og auka tengsl fulltrúa ungmenna og sveitarstjórnar.“

  

 

Undirbúningur og umsjón ungmennaþingsins var í höndum Jóhönnu Aspar Einarsdóttur.

Þema þingsins var tómstundastarf.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31