Tenglar

15. júní 2015 |

Ungmennavika í Danmörku

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) á aðild að samtökunum NSU - Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde, sem standa ár hvert fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum. Ungmennavika NSU verður að þessu sinni 3.-8. ágúst í Karpenhøj á Jótlandi, um 50 km frá Árósum, en flogið verður til og frá Billund. UMFÍ á að þessu sinni sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 15-20 ára.

 

Yfirskrift vikunnar er Norðurlönd bjarga jörðinni. Fjallað verður um náttúruna okkar og loftslag á Norðurlöndum í bland við ævintýri og leiðtogahæfileika ungs fólks. Þátttakendur fá að reyna sig í ýmsum aðstæðum, svo sem kajakferð og klifri og því að sofa úti í náttúrunni.

 

Þátttökugjaldið er 1500 danskar krónur ásamt ferðakostnaði en UMFÍ niðurgreiðir helming fyrir sína þátttakendur.

 

Umsóknarfrestur er til 18. júní.

 

Nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31