Tenglar

20. janúar 2011 |

Ungmenni úr Reykhólasveit láta að sér kveða í FVA

Um síðustu helgi kepptu lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lið Menntaskólans við Hamrahlíð í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Svo vill til að mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í keppninni fyrir hönd FVA með einum eða öðrum hætti var héðan úr Reykhólasveit. Fulltrúar FVA í Morfísliðinu sjálfu voru Hekla Karen Steinarsdóttir, Litlu-Grund, Helga Haraldsdóttir, Sælingsdalstungu, og Jón Axel Axelsson, Akranesi. Liðsstjóri hópsins var Olga Þórunn Gústafsdóttir, Reykhólum. Fundarstjóri var Sigurdís Egilsdóttir, Mávavatni, og tímavörður Hrefna Karlsdóttir, Kambi.

 

Meðal viðstaddra var Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir á Litlu-Grund. Þó að FVA hafi lotið í lægra haldi segir Ásta Sjöfn að krakkarnir allir hafi staðið sig frábærlega. „Ég var mjög stolt að vera gestur á þessari keppni“, segir hún.

 

Athugasemdir

Herdís Erna, fimmtudagur 20 janar kl: 11:22

Glæsileg ungmenni sem við eigum hér í sveitinni

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 20:28

Já góður púntur...Herdís...glæsileg ungmenni sem eru úr okkar sveit...Frábær árangur! Fyndið hvað fáir veita þessu athygli hér á blogginu...er þetta ekki framlenging á okkur sjálfum...sjá afkvæmin verða að fullgyldum meðlimum samfélags?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30