Tenglar

3. október 2011 |

Unnið að friðlýsingu Teigsskógar við Þorskafjörð

Úr Teigsskógi. Myndin tekin á veginum að Gröf. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.
Úr Teigsskógi. Myndin tekin á veginum að Gröf. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason.

Unnið er að því í umhverfisráðuneytinu að friðlýsa Teigsskóg við Þorskafjörð vestanverðan að beiðni landeigenda með stuðningi Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svæðið sem nefnt er Teigsskógur nær yfir þrjár eyðijarðir sem notaðar eru til sumardvalar. Austast er Gröf, þá kemur Teigsskógur og vestast er Hallsteinsnes. Hinn eiginlegi Teigsskógur er tiltölulega lítill hluti skógarins um miðbik svæðisins.

 

Fjallað er um þetta í ítarlegri úttekt á vegamálum í Reykhólahreppi í Morgunblaðinu í dag.

 

Birkiskógurinn er talinn tæplega 400 hektarar að stærð. Vegstæði eftir leið B sem þar var áformuð liggur eftir endilöngum skóginum. Áætlað var við mat á umhverfisáhrifum að við vegagerð myndu um 12% hans raskast. Gunnlaugur Pétursson, talsmaður landeigenda, segir augljóst að ekki sé hægt að fara með veginn upp fyrir skóginn því að hann nái í 200 metra hæð. Þá telur hann hæpið að vegur í fjörunni stæðist umhverfismat.

 

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

 

Athugasemdir

Bergsveinn G Reynisson, mnudagur 03 oktber kl: 21:48

Löngu tímabært að friðlýsa þetta einstaka svæði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30