Tenglar

6. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Upp með sokkana

1 af 2

Mottumars er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein.

 

Með heilsusamlegum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum. Krabbameinsfélagið vinnur að forvörnum gegn krabbameinum og hefur það að markmiði að fækka þeim sem greinast með krabbamein.
Starfsemi félagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja og með kaupum á Mottumarssokkum leggur fólk stórt lóð á vogarskálarnar.
Kæru landsmenn, upp með sokkana!

Hverju er safnað fyrir?

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við fagaðila. Kynntu þér starfsemina nánar á 

www.krabb.is

Kaupa sokka


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31