Tenglar

24. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Uppástungur um sýningarstaði í Reykhólahreppi?

Óskað er eftir uppástungum frá heimamönnum um sýningarstaði fyrir myndlistasýninguna DALIR og HÓLAR 2014. Sýningin er í undirbúningi og verður þetta í fimmta skipti sem hún er haldin. Sýningarnar draga nafn sitt af staðsetningu, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Verkefnið byggist ekki síst á góðu samstarfi við heimamenn og aðila á svæðinu. Menningarráð Vesturlands og Vestfjarða hafa stutt sýningarnar síðan 2008, ásamt stofnunum, einstaklingum og félagasamtökum á svæðinu. Sýningin Dalir og Hólar 2014 er studd af Myndlistasjóði (myndlistasjodur.is).

 

Allar ábendingar heimamanna um hugsanlega sýningarstaði eru þegnar með þökkum. Vinsamlega hafið samband við verkefnisstjóra, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, 692 1194 og soladal@internet.is, eða Þóru Sigurðardóttur, 896 1930, thora@this.is.

 

Fimm listamönnum - Eygló Harðardóttur, Bjarka Bragasyni, Tuma Magnússyni og Gerd Tinglum frá Noregi, ásamt ungum myndlistamanni af Vesturlandi, Loga Bjarnasyni - hefur verið boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna. Gengið er út frá því að kveikja verkanna verði náttúra eða menning svæðisins við Breiðafjörð og í Dölum og að þessu sinni munu þau jafnframt tengjast hugtakinu LITIR. Gert er ráð fyrir að verkin verði sett upp á 5-6 stöðum, en myndlistamennirnir munu jafnframt setja upp verk á 2. hæð búnaðarskólans í Ólafsdal við Gilsfjörð.

 

Farin verður vettvangsferð með listamönnunum 4.-6. apríl og munu þeir kynna sér sýningarsvæðið, sögu þess og náttúru, hitta landeigendur og heimamenn á svæðinu og síðan velja sér sýningarstaði.

 

Með sýningunni sem standa mun frá 5. júlí til 10. ágúst, er ferðamönnum jafnt og heimamönnum boðið í ferðalag þar sem þeim eru kynnt verk samtíma listamanna og nálgun þeirra við viðfangsefni sín. Verkin munu verða í húsum eða á landsvæðum bænda og landeigenda á svæðinu. Þetta kallar á nærgætnislegt samtal milli listamanna og landeigenda / húseigenda.

 

Verkefnið leitast við að opna augu ferðamanna og heimamanna á því hvernig menning, náttúra og landslag við Breiðafjörð tvinnast saman sem ótæmandi uppspretta nýrra verka og nýsköpunar í listum og menningu. Með þeim hætti má ýta undir nýja nálgun ferðamanna við náttúruskoðun og ferðalög um svæðið. Ný myndlistaverk geta átt þátt í að opna augu fyrir nýjum sjónarhornum í annars kunnuglegu umhverfi. Sýningarnar stuðla að nýsköpun í myndlist á Íslandi og veita listamönnum tækifæri til að kynnast menningu, sögu og náttúrufari þessa tiltekna svæðis og gera það að viðfangsefni í myndlist

 

Sjá einnig:

13.03.2012 „FERГ í héraðinu í sumar: Óskað eftir hugmyndum

07.08.2009 Sýningin Dalir - Hólar - handverk opnuð á sunnudag

08.08.2008 „Einhver áhugaverðasta myndlistaruppákoma sumarsins“

29.07.2008 Draga sýningargesti í ferðalag

17.06.2008 Átta tengdar sýningar á átta stöðum - Hólar og Dalir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31