25. apríl 2010 |
Uppdráttur vegna deiliskipulags í Flatey
Fyrir nokkru auglýsti Reykhólahreppur tillögu að deiliskipulagi við Innstapoll í Flatey á Breiðafirði. Gert er ráð fyrir skjólhöfn fyrir smábáta með tveimur 40 m grjótgörðum þannig að stærðin á bátalæginu verði um 25x30 m með ca.12x40 m innsiglingarennu. Nú er uppdráttur ásamt skýringum kominn hér inn á vefinn (pdf). Skjalið má stækka að vild og gera það læsilegt á skjánum í prósentureitnum efst í glugganum.
Myndin sem hér fylgir er meðal gagna á uppdrættinum. Smellið á til að stækka.
Skipulagsuppdrátturinn ásamt greinargerð er einnig til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a á Reykhólum, fram til 14. maí. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Reykhólahrepps fyrir 28. maí og skulu þær vera skriflegar. Berist ekki athugasemdir innan tilskilins frests telst tillagan samþykkt.